fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stefán Jón enn óákveðinn: Hefði alveg þorað að taka slaginn við Ólaf Ragnar

Segir þörf á siðvæðingu og lýðræðisvæðingu – Tekur ákvörðun um framboð á næstu vikum

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 2. janúar 2016 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Jón Hafstein segist munu taka ákvörðun um það á næstu vikum hvort hann bjóði sig fram í embætti forseta Íslands. Þetta segir Stefán Jón í viðtali við Eyjuna.

Nafn Stefáns er eitt af þeim sem hvað oftast kemur upp í umræðunni um arftaka Ólafs Ragnars Grímssonar sem tilkynnti í gær að hann myndi ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Tveir hafa þegar tilkynnt um framboð sitt: Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og Þorgrímur Þráinsson. Stefán segir að tilkynning Ólafs Ragnars í gær hafi í raun engin áhrif á hann.

„Í raun og veru hefur þessi ákvörðun Ólafs ekki áhrif á mig því ég var búinn að hugsa erindi næsta forseta. Ég gaf það út í haust að það yrði að kjósa nýjan forseta árið 2016 sem hefði ákveðið erindi og væri með ákveðið umboð frá þjóðinni. Ég hefði alveg þorað að taka slag við Ólaf Ragnar eða hvern sem er með það erindi og þær hugmyndir sem ég hef,“ segir Stefán.

Hann bætir við að gríðarlegt átak þurfi í umhverfismálum á heimsvísu sem og baráttu gegn fátækt og forseti Íslands eigi að leika þar veigamikið hlutverk. Þá segir hann að þörf sé á siðvæðingu og lýðræðisvæðingu í hinu pólitíska landslagi hér á landi.

„Það þarf endurreisn í íslenskum stjórnmálum, það er í rauninni það sem ég hef verið að tala um frá hruni og raunar fyrir hrun. Ég gaf út ritgerð fyrir tíu árum sem heitir „Breytum rétt“ þar sem ég tala um siðvæðingu og lýðræðisvæðingu í íslenskum stjórnmálum. Skrifaði einnig talsvert margar greinar um það eftir hrun, að jafnhliða efnahagslegri endurreisn eftir hrun þyrfti að fara fram stjórnmálaleg endurreisn á Íslandi. Síðastliðið sumar og svo með haustinu benti ég á að 2016 og 2017 eru tvennar kosningar þar sem almenningur getur krafist ákveðinnar siðvæðingar og lýðræðisvæðingar í samfélaginu. Ég taldi einfaldlega að það væru komin kaflaskipti og Ólafur, sem fulltrúi gömlu stjórnmálanna, væri ekki boðberi nýrra tíma á þessu augnabliki,“ segir hann.

Viðtalið má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“