fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Óvissa í samgöngum til Eyja gæti þýtt að fulltrúi Vegagerðarinnar missi af opnum fundi um samgöngumál

Viðkomandi á bókað flugfar seinnipartinn en óvíst er hvort flogið verður – Þá siglir ferjan Baldur ekki í dag

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld fer fram opin íbúafundur í Vestmannaeyjum um samgöngumál milli Eyja og lands í nútíð og framtíð. Gríðarlegur áhugi er fyrir fundinum en að sögn annars fundastjóra viðburðarins, Tryggva Más Sæmundssonar ritstjóra fréttavefsins Eyjar.net, þurfti að finna stærra húsnæði fyrir viðburðinn. „Upphaflega átti að fundurinn að fara fram í húsnæði sem rúmar 200 manns. Við fundum fljótlega að áhuginn fyrir fundinum var mikill og því verðum við í húsnæði sem rúmar 500 manns í kvöld,“ segir Tryggvi Már. Fundarboðendur eru Eyjar.net, Eyjafréttir og Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Það segir ýmislegt um hversu aðkallandi málið er að einn auglýstur frummælandi fundarins hefur boðað forföll. Ástæðan er sú að viðkomandi kemst ekki til Eyja út af vandræðum með samgöngur. Þá er óvissa um hvort að fulltrúi Vegagerðarinnar, Guðmundur Helgason, komist á fundinn. „Hann á bókað flug seinnipartinn en það er hvasst núna í Eyjum og því er óvíst hvort að verði flogið,“ segir Tryggvi Már.

Gríðarlega óánægja er í Vestmannaeyjum vegna þeirrar staðreyndar að ferjan Baldur, sem nú sinnir siglingum til Landeyjahafnar á meðan ferjan Herjólfur er í slipp, hefur ekki leyfi til þess að sigla til Þorlákshafnar þegar hefðbundin leið er ófær. Var fundað um málið í bæjarráði Vestmanneyja í byrjun vikunnar. Þar kom fram að í tvígang hafi verið óskað eftir undanþágu til siglinga á hafsvæði B fyrir Baldur en slík undanþága hafi ekki enn fengist. Það væri skýlaus krafa bæjarráðs og Vestmannaeyjarbæjar að afleysingaskip fyrir Herjólf hefði leyfi til þess að sigla til Þorlákshafnar. Töldu hagsmunaðilar að samkomulag um slíkt hefði ríkt seinustu ár. „Bæjarráð harmar að það samkomulag hafi nú verið rofið og hvetur þingmenn Suðurlands til að láta sig málið varða,“ segir í fundargerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?