fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Eyjan

Að steikja krónuna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. janúar 2009 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í fréttunum þessa dagana, nú síðast frétt í Mogganum í morgun, um félag Ólafs Ólafssonar, Kjalar að nafni, og framvirka samninga sem það gerði gegn íslensku krónunni.

Gjaldeyrissamningurinn er upp á 650 milljónir evra, en Kjalar krefst þess að fá hann greiddan út á gengi evrópska seðlabankans. Þar jafngildir evran 290 krónum, en hjá Seðlabanka Íslands er evran 166 krónur.

Kaupþing átti að greiða þennan samning 14. október, nokkrum dögum eftir hrunið. Kjalar gerði svona samning fyrst um áramótin 2007-2008 en þeir voru svo endurnýjaðir ótt og títt.

En þarna eru vísbendingar um hinar gríðarlegu stöðutökur gegn krónunni. Ólafur Ólafsson var einn aðaleigandi Kaupþings. Í þeim banka voru teknar stærstu stöðurnar gegn krónunni. Mogginn segir að í höndum skilanefnda bankanna séu svona gjaldeyrissamningar upp á 600-700 milljarða króna þar sem er veðjað á veikingu krónunnar.

Heimildarmaður minn einn í viðskiptalífinu segir:

„Annað fróðlegt við þetta er stærð stöðunnar sem Kjalar var með. Hún er af þeim skala að það er ljóst að Kaupþing og þeirra kúnnar hafa greinilega, eins og marga grunaði, steikt krónuna með slíkum risa-veðmálum á móti henni að fáránlegt má teljast. Og svo ætla þeir að hagnast á þessu eftir að landið er komið á kaldan klaka – hvaða sanngirni er í því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrirhugaður samruni Samkaups og fyrirtækja SKEL: Samlegðaráhrif metin á 10,5-14 milljarða

Fyrirhugaður samruni Samkaups og fyrirtækja SKEL: Samlegðaráhrif metin á 10,5-14 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fólkið velur forsetann – ekki lögreglan eða valdaflokkarnir

Orðið á götunni: Fólkið velur forsetann – ekki lögreglan eða valdaflokkarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!

Óttar Guðmundsson skrifar: Ég lifði af!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður