fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Þegar ég var í rýnihópi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. janúar 2009 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 b3fd3ba773ec973.jpg

Fyrir nokkrum árum var ég fenginn til að vera ásamt fleira fólki í svokölluðum rýnihópi vegna uppbyggingar á Höfðasvæðinu.

Hópurinn hittist tvisvar að mig minnir. Allir í honum voru sammála um að byggingar þarna yrðu að vera á hóflegum mælikvarða, það yrði að gæta vel að tengja við byggðina í kring; alls ekki mætti hrúga niður of miklu byggingamagni.

Fundirnir fóru fram í mestu vinsemd. Mig minnir að við höfum fengið gjafakörfu með víni og einhverju fíneríi að launum.

Svo var farið að byggja á Höfðasvæðinu og þá sá maður að ekkert mark hafði verið tekið á þessum hópi.

Nákvæmlega ekkert. Þessi svokallaða rýni var bara yfirvarp.

Það var passað upp á að hafa byggingarnar eins stórar og þunglamalegar og hugsast gat; fyllt upp í hvern rúmmeter þar sem hægt var að byggja.

En því er ég að skrifa þetta að mér voru sendar í dag þessar teikningar af fyrirhugaðri byggð í Kringunni. Með stækkaðri verslunarmiðstöð og háum turnum.

Er hugsanlegt að menn hafi aðeins ofmetið hvað þarf að byggja mikið fyrir 300 þúsund manna þjóð?

d4d93578c35d83a-1.jpg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón