fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ofurskuldsettur sjávarútvegur

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. janúar 2009 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarúvegssérfræðingurinn Dr. Ingólfur Arnarson var í viðtali hjá mér í Silfrinu í dag. Hann hefur lengi verið viðriðinn sjávarútveg, á Íslandi, í Noregi og Bandaríkjunum meðal annars.

Lýsingar hans á skuldsetningu sjávarútvegsins eru hrollvekjandi. Kvótaverð var blásið upp til að hækka efnahagsreikningana og svo var hægt að veðsetja meira.

Eftir stendur atvinnugrein sem er vonlaust að geti staðið skil á skuldum sínum. Hagnaður margra ára eða áratuga var tekinn fyrirfram út úr greininni.

Varla verður séð en að eftir þetta sé annað til ráða en að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kannski er ekkert vit í öðru?

Annars væri í raun verið að afhenda kvótann í annað sinn.

Hér má sjá frétt um Ingólf í norska blaðinu Fiskaren. Þið getið stækkað myndina með því að smella á hana.

mynd_0509335-1.jpg

Og hér er endursögn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar á grein eftir Ingólf sem birtist í sama blaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt