fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Sagan hans Ara

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. janúar 2009 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hérna er sagan sem Ari Matthíasson sagði í síðasta Silfri. Hún lýsir ágætlega undirbúningnum að íslenska fjármálaævintýrinu.

— — —

Þannig var…um lok síðasta árþúnds var ég enn drykkfelldur leikari og þóttist hafa vit á ýmsu. Pabbi vinar míns hafði þá innleyst umtalsverða fjármuni á kvótasölu, en þar sem hann var fatlaður að nokkru eftir slys, hafði hann minni nennu en áður til að vera að sýsla með þessa peninga meðal víxlaranna. Hann fékk boð frá Kaupþingsmönnum um að koma á Hótel Holt og borða þar góðan mat og drekka og sitja undir kynningu á GIR (mig minnir að þetta hafi verið nafnið) vogunarsjóði. Þar sem maðurinn nennti ekki sjálfur, spurði hann mig hvort ég vildi ekki hlusta fyrir hans hönd og nota tækifærið til spardrykkju og áts. Það þáði ég, fór í jakkafötin og mætti. Á staðnum voru þá 20-30 mestu auðmenn landsins og ég var allt í einu kominn í klúbb sem örugglega vildi ekki hafa mig sem meðlim í, en þar sem ókeypis var að éta og drekka og ég er þar að auki mjög forvitinn og frakkur lét ég mig hafa það.
Þarna voru kynntir til sögunnar tveir menn sem sjóðsstjórar, þeir Hreiðar Már, ungur maður nýkominn frá New York skrifstofunni og Steingrímur stærðfræðingur og róbótaspecialisti sem keyptur var beint út úr fínustu háskólarannsóknarstofum Bandaríkjanna. Þeir sögðu frá GIR sjóðnum sem átti að vera þannig að hann skilaði 40-50% arði árlega og arðurinn yrði greiddur út á reikninga hvar sem mönnum þóknaðist í heiminum. Nefnd voru lönd þar sem mikil bankaleynd var og boðið upp á ráðgjöf um slíkt. Þannig var á fundinum tilkynnt að í næstu viku kæmi sérfræðingur bankans frá Lúxembúrg sem myndi leiðbeina um stofnun hlutafélags, en þá voru enn í gildi lög sem heimiluðu frestun skattlagningar af söluhagnaði með því að fjárfesta í hlutafélögum, stofnun bankareikninga, skattalega meðferð og hvernig mætti í raun fela peninginn og passa sig á því að borga nú engan skatt.  Þannig gæti sá sem seldi kvótann sinn stofnað einkahlutafélag í Lúx og fjárfest í því fyrir allan peninginn og losnað um alla framtíð út úr þeirri áþján að deila auðnum með íslenskum.
Sem sagt: Þarna var lagður grunnur að undanskoti frá skatti, leynireikningum og vogunarsjóðum Þessi vogunarsjóður  gerði svo skömmu eftir stofnun sína atlögu að íslensku krónunni og hagnaðist umtalsvert á því, skilst mér.
Við borðið mitt sátu 5 menn auk mín. Þeir voru Brynjólfur Bjarnason, Sigurður Einarsson, Þorsteinn Vilhelmsson, Einar Sveinsson og einhver lífeyrissjóðsgöltur sem ég nennti aldrei að muna hver var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón