fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Japanir og neysla hvalkjöts

Egill Helgason
Laugardaginn 7. febrúar 2009 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég spurði heimildarmenn mína í Japan um hvalveiðar og neyslu hvalkjöts þar í landi.

Þeir sögðu að sáralítið væri borðað af hval í landinu, ungt fólk liti ekki við því, en hvalveiðihugsjóninni væri aðallega haldið uppi af þrjósku nokkurra gamalla manna.

Mesta gæfa þeirra væri Greenpeace og Sea Shepard; meðan slík samtök berjist gegn hvalveiðum sé hægt að höfða til þjóðerniskenndar í Japan. Um leið, var mér sagt, óttast þeir mest fjármálaráðuneytið japanska sem gæti tekið upp á því að skera niður styrki til hvalveiðihugsjónarinnar.

Hvalkjötsneysla var aldrei útbreidd í Japan, nema í nokkrum strandbyggðum. Hún jókst hins vegar til muna á þrengingatímum eftir seinni heimstyrjöldina. Þá var hvalkjöt til dæmis oft á boðstólum í skólum – börnin sem uxu úr grasi eftir stríðið vondust semsagt við að borða hval. Sú kynslóð er nú komin á eftirlaun.

Málið virðist semsagt vera að lítill markaður er fyrir hvalkjöt í Japan. Í landinu eru til miklar birgðir af hvalkjöti sem ekki selst – og eru komnar úr svokölluðum vísindaveiðum japanskra skipa. Heimildarmenn mínir segja að þap sé líklega nálægt 4000 tonnum af kjöti sem er geymt í skemmum.

Svo tek ég fram, til að fyrirbyggja misskilning, að ég er algjörlega hlynntur hvalveiðum. Eigandi Moby Dick að uppáhaldsbók, má jafnvel segja að ég sé heillaður af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar