fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ættaróðalið veðsett

Egill Helgason
Laugardaginn 14. febrúar 2009 07:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson sendi mér þessa grein.

— — —

hallargardurinn_ethg-for-web-large.jpg

Hallargarðurinn á sjötta áratugnum, Fríkirkjuvegur 11 lengst til hægri. Garðurinn er einstaklega fallegur, með gosbrunni í miðjunni.

Ljósmynd: Einar Þ. Guðjohnsen

— — —

Fríkirkjuvegur 11, sem á sínum tíma var tilkomumesta og stærsta íbúðarhús í Reykjavík var byggt fyrir auðmanninn Thor Jensen og fjölskyldu hans.

Barnabarnabarn Thors, Björgólfur Thor Björgólfsson keypti húsið eins og kunnugt er, fyrir 650 milljónir á síðasta ári. Seljandi var Reykjavíkurborg.

Samkvæmt hinu víðlesna fréttablaði ÍTR “Táp og Fjör” í nóvember 2006, kom hugmyndin að sölu hússins upphaflega frá Birni Inga Hrafnssyni, þáverandi formanni ÍTR sem þá hafði aðstöðu í húsinu.

Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvers kyns stórhýsi Fríkirkjuvegur hefur verið í upphafi 20. aldar, þegar flestir Reykvíkingar bjuggu við lélegan húsakost. Þá var hvorki vatnsveita né rafmagn í bænum, en í húsinu var gert ráð fyrir þessum þægindum.  Húsið er glæsilegt tákn um velmegun og velgengni ríkasta kapítalista á Íslandi þess tíma. Erlendur Einarsson hannaði húsið.  Garðurinn við húsið, Hallargarðurinn, er síðari tíma verk og mun vera fyrsti sérhannaði almenningsgarður í borginni.

Thor Jensen var stórhuga framkvæmdamaður og umdeildur og varð á sínum ferli gjaldþrota ekki sjaldnar en þrisvar sinnum. Thor Jensen er langafi  Björgólfs Thors Björgólfssonar. Björgólfur líkist um margt forföður sínum í framkvæmdagleði og stórhug. Thor var kallaður “hinn síðasti mikli landnámsmaður” (Kristján Albertsson í grein í Mbl 1963) og “hinn mesti framfara og athafnamaður” í dánartilkynningu sem birtist í Mbl 1947. Gott ef ekki hið hátimbraða hugtak “athafnaskáld” var smíðað til þess að lýsa mikilmenninu.

Nú skal ósagt látið að hve miklu leyti hinn ungi og spengilegi athafanmaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, tekur eftir langafa sínum.  Thor gamli Jensen var Björgólfi þó nægilega hugleikinn til þess að hann vildi umfram allt eignast “ættaróðalið”.

Um aðra hluti virðist Björgólfur þó taka meira mið af tísku nýríkra Rússa og Hello lesenda, en gamaldags kapítalista. Einkaþotur, þyrlur og alþjóðlegur fyrirtækjarekstur er aðall síðasta leggs Thorsaranna og ekki mikið sentimentalítet eða samfélagslegar pælingar um hvar, eða á hverju er hagnast. Þess vegna stingur svona fjárfesting í stúf við hið kalda viðskiptasiðferði – að gróðinn sé ofar öllu.

Er þá einhver snefill af mannlegheitum eftir, enn pláss fyrir rómantískar hugmyndir um uppruna og samfélag? Orðspor ættarinnar jafnvel?  Pilturinn lét reyndar hafa eftir sér í nýlegu viðtali fleyg orð Hávamála um  fjármál og orðstír – ef til vill tekur hann eftir föður sínum? Gamli Björgólfur var jú á biblíulegum nótum í sínum viðskiptum – samanber nafngiftir á félagi hans,  “Samson” og leikfléttunni um endalok Eimskipa og síðan upprisu. Um þetta má finna athyglisverða pælingu hér: http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/703159/.

Einnig má benda fróðleiksþyrstum á frásögn Biblíunnar um Samson og Dalílu.

Síðustu fréttir af Björgólfi Thor Björgólfssyni og ættaróðalinu við Fríkirkjuveg valda þó vonbrigðum – og líklega hefur tilvitnunin í Hávamál verði tillaga einhvers starfsmanns spunaverksmiðju Björgólfs Thors, til þess ætluð að pólera geislabauginn.

Hvernig sem í því liggur, þá er staðreyndin sú að ættaróðalið, sem færa átti í upprunalegt horf og gera að djásninu í kórónu Novator, komplett með gestaíbúð, safni um ættföðurinn, Thor Jensen og möguleikum á útláni til stjórnvalda(!) hefur verið veðsett.

Söluverð Fríkirkjuvegar 11 var 650 milljónir.  Þegar húsið var byggt mun byggingarkostnaður hafa numið svipaðri upphæð og allar tekjur bæjarsjóðs Reykjavíkur það ár, 1907.

Skráður eigandi á afsali er reyndar hvorki Björgólfur Thor né Novator, heldur fyrirtæki sem heitir Novator F11 ehf og er til heimilis að Sigtúni 42, ásamt Actavis eignarhaldsfélagi ehf og Actavis Pharma Holding 1 hf, Actavis Pharma Holding 2 ehf, Actavis Pharma Holding 3 ehf, Actavis Pharma Holding 4 ehf og  Actavis Pharma Holding 5 ehf.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg, var kaupverðið staðgreitt þann 1.júlí 2008. Afsal fyrir húsið var gefið út þann 11. júlí 2008. Skömmu síðar keypti Reykjavíkurborg tvær húsarústir við Laugaveginn neðanverðan fyrir svipaða upphæð.
Um miðjan júlí er húsið síðan veðsett fyrir 250.000 milljónir með útgáfu 5 skuldabréfa á handhafa, hvert að upphæð kr. 50.000.000,-

En hver er handhafi skuldabréfanna 5?

Eru líkur á því að húsið komist aftur í eigu Reykvíkinga, þannig að við getum endurheimt garðinn og leikið við börnin okkar án þess að eiga á hættu að raska ró auðmanna eða útlendra stórmenna sem í húsinu dvelja í boði Novators og/eða íslenskra stjórnvalda?

Samkvæmt 9. gr. kaupsamnings á Reykjavíkurborg forkaupsrétt að “eigninni í held eða einstökum hlutum hennar”.  Síðan segir : “Forkaupsrétturinn verður þó ekki virkur við framsal til Björgólfs Thors Björgólfssonar, kt 190367-3479, eða félaga sem eru alfarið í hans eigu, beint eða óbeint, eða sjálfseignarstofnana eða sjóða (“Trusts”) sem hann stofnar.

Hver var að gæta hagsmuna Reykvíkinga í þessu máli?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt