fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

FME í herferð gegn fjölmiðlum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. apríl 2009 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fleiri en Agnes Bragadóttir og Þorbjörn Þórðarson, blaðamenn á Morgunblaðinu, sem Fjármálaeftirlitið hefur í sigtinu.

Hér má lesa að í skotlínunni eru við líka, Kristinn Hrafnsson og ég – og Eyjan.

Eyjan vegna þessa pistils sem fjallaði um þá ákvörðun að laga stöðu peningamarkaðssjóðs hjá Glitni. Þar kom fram að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi beitt stjórn bankans þrýstingi til að þetta yrði gert.

Meti menn svo hvort þessi frétt á erindi við almenning. Ég tel að svo sé – í hæsta máta.

Annars mætti kannski fara að rannsaka Fjármálaeftirlitið sjálft, t.d. tregðu þess til að veita sérstökum saksóknara upplýsingar. Og hvers vegna það aðhafðist nánast ekkert í sjúku fjármálakerfi þar sem innherjaviðskipti og furðuleg krosseignatengsl voru nánast normið. Það virðist til dæmis hafa farið framhjá FME að hlutabréfaverði í bönkum var kerfisbundið haldið uppi með markaðsmisnotkun.

Svo mætti skoða hvort FME hafi þegið fleiri gjafir eins og rauðvínið sem það fékk frá Kaupþingi á jólum 2007 – og forstjóranum þótti ekkert athugavert. Og almennt hvernig samskiptum FME, þessa yfirvalds, við fjármálastofnanir var háttað.

Þetta er svosem ekki flókið. Ef glæpamenn taka yfir göturnar, þá hlýtur maður að spyrja hvort lögreglan sé að standa sig. Hvað þá ef glæframenn taka yfir bankakerfi heillar þjóðar og setja það á hausinn – er þá hægt að segja að yfirvaldið hafi staðið sig í stykkinu?

Arna Schram, formaður Blaðamannafélagsins, hefur sagt að þetta sé tilraun til að kúga blaðamenn til þagnar. En Agnes segir að Fjármálaeftirlitið ætti frekar að rannsaka bankamenn en blaðamenn.

Loks virðist vera að fjölmiðlafulltrúi FME hafi ekkert vitað um málið. Kannski hefði verið sniðugt að þeir hefðu ráðfært sig aðeins við hann fyrst. Hann er skynsamur maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerði svelgdist á kaffinu þegar hún heyrði viðtal við Bjarna um helgina

Þorgerði svelgdist á kaffinu þegar hún heyrði viðtal við Bjarna um helgina