fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Um Exista og Skipti, árið 2008

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. apríl 2009 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er að finna athyglisverða grein um Exista og Símann frá því í fyrra. Viðskiptahættirnir koma stöðugt á óvart.

— — —

Hýenur hlutabréfamarkaðarins

Þann 11. Júní síðastliðinn fékk ég símtal frá Kaupþing sem er í eigu Exista hf., þar sem mér var sagt það að Exista hf. hefði ákveðið að hrifsa af mér hlutabréfin sem ég átti í Símanum eða Skiptum eins og það kallast í dag, í skjóli þess að vera orðinn stærsti fanturinn á skólalóðinni, þ.e. stærsti hluthafinn. Þetta hafði þeim tekist eftir einstaklega vafasöm brögð við það að setja Skipti á markað og kippa í burtu örstuttu síðar án þess að gefa almenningi færi á að eignast hlut í fyrirtækinu líkt og var skilyrði einkavæðingar Símans. Í framhaldi af því þá gerði Exista hf. yfirtökutilboð sem ég ákvað að ganga ekki að enda hafði ég grun um að Exista hf. væri frekar vafasamt fyrirtæki siðferðislega og betra að halda mínum bréfum sem ég hafði átt og vildi eiga, frá því 2001 heldur en að láta hlunnfara sig. Því miður höfðu þeir þá lagaglufu sem kallast innlausn og gefur þeim svipuð réttindi til að ræna nesti smælingjanna líkt og sambærilegir fantar á skólalóðinni og sönnuðu fyrir mér grunsemdir mínar.

Í staðinn fyrir þetta ágæta nesti sem maður átti í formi hlutabréfanna í Skiptum, þá átti ég að fá hlutabréf í Exista að „sama andvirði“, sem myndu afhendast mánuði eftir ákvörðun Exista hf um innlausn án kosts um að geta losnað við þau. Ef þau „jöfnu“ skipti eru skoðuð nánar, þá má sjá þetta er álíka og að láta rífa af sér góða nautasteik og vera afhent vel úldið og maðkað hrossakjöt í staðinn og fullyrt að það sé sami hluturinn. Exista hf. ákvað nefnilega hvað hlutabréfin í sér og Skiptum væru mikils virði, verðlagði eigin bréf á genginu 10,1 og gáfu svo út hlutabréf í sjálfu sér til að standa undir þessu. Þegar ég fékk vitneskju um þetta þá stóð raungengi Exista í 8,85 og hafði einmitt lækkað frá verðlagningu Exista sem gilti. Í dag þegar þetta er skrifað, stendur gengið í 7,60 og má alveg reikna með að það verði komið lægra þegar ég fæ loksins hlutabréfin í þessu fyrirtækii. Ef við setjum þetta upp í krónutölu þá er e.t.v. auðveldara að gera sér grein fyrir tapinu og miðum við gengi hlutabréfanna x 10 þúsund hlutir.

2. júní þegar stjórnin ákveður að gefa út hlutabréf : 101.000 kr.

11. júní þegar ég fæ vitneskju um þetta: 88.500 kr.

28. júní þegar greinin er skrifuð: 76.000 kr.

2. júlí þegar loksins bréfin í Exista eru afhent mér: 70.000 kr. eða lægra?

Í lögum er kveðið á að þegar innleyst eru bréf í skjóli fantaskaps stærsta hluthafans, þá beri að greiða fyrir það með raunverulegu andvirði. Eins og sjá má þá er það ekki gert, heldur er verið að féfletta mig ásamt öðrum sem í þessu lenda, auk þeirra sem gengu að yfirtökutilboði Exista hf. með því að afhenda mér ekki raunverulegt andvirði í peningum. Í staðinn fær maður lélegan og illa lyktandi skeinipappír á yfirverði sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann og ekkert reynt að bæta það tap sem verður vegna biðtímans. Við það bætist að ég hef engan áhuga á að eiga hlut í fyrirtæki þar sem siðlaust fólk ræður ríkjum . Að mínu mati er þetta því ekki annað en hreinn og klár þjófnaður þó löglegur sé, sérstaklega með tilliti til þess að Exista gefur ekki færi á að fá andvirðið í peningum, heldur fær einhliða að setja alla skilmála sjálft og ræður því algjörlega hvað það lætur fólk fá í staðinn fyrir eigur þess. Ég veit allavega að ef ég myndi haga mér svipað sem einstaklingur þá sæti ég annað hvort inni eða lögreglan væri að vara við þessu sem nýju formi af Nígeríu-svindli.
Í augum leikmanns eins og mér, lítur þetta út sem að hafi verið ætlunin allan tímann hjá því kaldrifjaða og samviskulausa fólki sem fer með stjórnun hjá Exista. Þeir ná þarna að sleppa við að greiða um 25% kaupverðs í Skiptum og munu svo örugglega í framhaldi kaupa hlutabréfin af fólki sem þeir hafa þannig prettað, á spottprísi. Þegar þeir hafa svo náð því til baka sem þeir gáfu út til að „fjármagna“ kaupin í Skiptum, verður svo bréfunum ýtt upp á ný, þeir koma út í gróða og hafa náð að sölsa undir sig stöndugt fyrirtæki með siðlausum klækjum og bellibrögðum á kostnað annara. Þetta er ekki ólíklegt því annað eins hefur gerst og viðskiptasiðferðið frekar dapurt meðal fjárfesta hér á landi.

Að lokum fær þetta mann til þess að hugsa um hvort það sé ekki þörf á því að viðskiptaráðherra beiti sér fyrir lagabreytingum sem geri það að verkum að litlir hluthafar njóti einhverjar verndar frá þeim stóru sem haga sér svipað og Exista o.fl. slíkir. Hér á landi virðist einnig vanta lög til að bæta viðskiptalegt siðferði og vernda almenning fyrir þeim rándýrum sem leika lausum hala í viðskiptalífinu og rífa fólk á hol fjárhagslega. Því er ekki skrítið að fólk eigi létt með að trúa því að bankarnir standi fyrir gengisfellingu krónunnar, sérstaklega þegar viðskiptalegt siðleysii virðist ríkja meðal fagfjárfesta . Ég hvet að lokum fólk til að forða sér frá því að láta peninga sína í fyrirtæki á hlutabréfamarkaði eða sjóði þar sem Exista og slík fyrirtæki fá að leika sér með, því það er öruggt að slíkar hýenur hlutabréfamarkaðsins munu ganga í burtu hlæjandi, með annara manna fé í sínum vösum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi