fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Stjórnarkreppa framundan?

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. apríl 2009 23:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Steingríms J. um ESB og elítuna eru frekar slæmur upptaktur í stjórnarmyndunarviðræður.

Það flökrar að manni að stjórnarkreppa kunni að vera framundan.

Annað hvort bakkar VG eða Samfylkingin. Svo einfalt er það.

Eftir því sem orðin verða stærri og yfirlýsingarnar digurbarkalegri er erfiðara að ná fram málamiðlun.

Steingrímur kvartar undan því að ekki sé talað um aðra hluti sem hann telur mikilvægari. Vandinn er reyndar sá að í aðdraganda kosninganna var umræðan um þessi málefni mjög óskýr og ruglingskennd.

Er þá ekki rétt að við fáum fljótlega að sjá eftirfarandi:

Alvöru mat á stöðu þjóðarbúsins og skuldbindingum þess.

Áætlun um endurreisn atvinnulífsins.

Tillögur um hvernig er hægt að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila.

Tillögur um starfhæft bankakerfi.

Margumrætt eignaumsýslufélag. 

Heildstæðar tillögur  um niðurskurð í ríkiskerfinu.

Peningamálastefnu. 

Sannleikann um IMF prógramið. Stendur til að gera breytingar á því?

Það mun örugglega ekki standa á fjölmiðlum að fjalla um þessi mál. Ennþá er þetta allt hulið þoku – kannski má segja að stjórnmálamennirnir vaði í þoku. Hlýtur að fara að skýrast á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar