fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Bréf um gamalreynda stjórnmálamenn, skuldir útrásarvíkinga og tvær skýrslur

Egill Helgason
Laugardaginn 16. maí 2009 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32.jpg

Góðkunningjar

Blessaður, sendi þér link á skemmtilega ljósmynd frá 1988.

Þarna er annað ráðuneyti Steingríms Hermannssonar sem tók við völdum haustið 1988, fyrir rúmum 20 árum.

Á þessari mynd má sjá nokkra einstaklinga sem eru núna við völd.

Ólafur Ragnar, núverandi forseti, situr þarna við hlið Jóhönnu Sigurðar. Og Steingrímur J. Sigfússon er ungur og ferskur að koma inn í ríkisstjórn. Þarna má líka sjá Svavar Gests sem er í dag ef ég man rétt aðal samningamaður Íslands í deilunni við Breta um Icesave.

The Usual Suspects?

— — —

Skuldasúpa útrásarvíkinga

Fram hefur komið að skuldir Þorsteins í Kók nema um 17 milljörðum.

Og að skuldir Magga Ármanns eru um 22 milljarðar.

Pálmi í Fons skuldar um 22 milljarða í Northern Travel Holding og 20
milljarða í gjaldþroti Fons.

Og fjórði baugsmaðurinn Hannes Smárason virðist skulda nálægt
50,000,000,000 króna í þessum félögum sem eru í eigu hans og föður
hans….en þetta eru félög sem vitað er um og talsvert fleiri sem
hafa farið í gegnum nafnabreytingar og erfitt er að rekja!

Samtals eru þetta rúmlega 100 milljarðar sem þessir drengir skulda
og allir keyptu í sömu félögunum sem tengjast Baugi og bulluðu
upp genginu og hirtu arðgreiðslur til erlendra eignarhaldsfélaga í
sinni eigu…..þeir munu ekki borga krónu af þessum skuldum.

Aðrir Íslendingar munu verða hundeltir vegna húsnæðisskulda og verða
á vanskilaskrá um ókomna framtíð,

100,000,000,000 kronur til vildarvina Baugsmanna.

FL Group skuldar 217 milljarða umfram eignir.

Baugur skuldar 160 milljarða umfram eignir.

Teymi skuldar 40 milljarða og 30 milljarða án veða.

Landic Property skuldar svo hundruði milljarða til viðbótar.

Eru menn hissa að allt hafi hrunið hérna ???

— — —

Upprifjun, skýrslan frá Merill Lynch

Saell Egill,

Eg hef lett gaman af thvi sem thu hefur skrifad a siduna thina a Eyjunni og akvad thvi ad senda ther thennan post.

Her ad nedan er ein greining fra Richard Thomas hja Merill Lynch fra thvi 2006, thetta er madurinn sem Thorgerdur Katrin sagdi ad fara i endurmentun ad thvi er mig minnir.

Thad sem er ahugavert i greiningunni er kafli um hversu slakt honum finnst eftirlit FME og Sedlabanka Islands. Gaman ad sja hvad allir thessir hlutir sem hann er ad nefna tharna i greiningu (sem var ollum adgengileg sem vildu) eru nu ad koma upp í frettum vid mikid fjadrafok…..Eg tek fram thetta er madur busettur i London og hann virdist hafa skilid gangverkid betur en okkar fraeknu stjornmalamenn.

Hér er skýrslan í pdf skjali:

merrill-lynch-2006-07-21.pdf

— — —

Önnur upprifjun, góðgæti í boði Landsbankans

Vegvísir – greining og markaðir – 23. september 2008 16:20

Öfundsverðar langtímahorfur – Hagspá Landsbankans 2008-2012

Almenn velsæld, skuldlaus ríkissjóður, sterkir innviðir og gnótt ónýttra náttúruauðlinda er meðal þess sem gerir langtímahorfur Íslands öfundsverðar. Þessir þættir auðvelda krefjandi verkefni líðandi stundar; aðlögun efnahagslífsins að jafnvægi við skilyrði alþjóðlegrar fjármálakreppu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri hagspá Greiningardeildar, sem kynnt var á fjölmennum fundi á hótel Nordica í morgun.

Minnkandi þjóðarútgjöld, en hóflegur hagvöxtur

Hagvöxtur verður nálægt 1% í ár og næstu tvö ár samkvæmt spá okkar. Bætt utanríkisviðskipti og fjárfesting í stóriðju vega upp samdrátt í einkaneyslu og í almennri atvinnuvegafjárfestingu. Á árunum 2011 og 2012 verður hagvöxtur yfir 4%, enda fara þá saman stóraukinn útflutningur, fjárfesting og hóflegur vöxtur einkaneyslu. Við reiknum með að krónan styrkist töluvert frá núverandi gildi, en haldist þó áfram frekar veik út spátímabilið (155 vísitölustig). Verðbólga verður tæplega 5% frá upphafi til loka næsta árs.
***
Glærushow og tilheyrandi bull vegna þessarar fáránlegu spámennsku má finna hér -> http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafuefni/frettir/

Ekki segja mér að menn hafi ekki vitað betur á þessum tíma.

Þeir sem voru í því að semja svona lygasögur fyrir almúgann rétt fyrir hrun ættu að skammast sín og biðjast afsökunar…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt