fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Bókin sem setti Ísland á hausinn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. maí 2009 06:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 173px-blinkgla-1.jpg

Lesandi sendi þetta bréf.

— — —

Eitt sem rifjaðist upp fyrir mér í dag; Biblía Baugsveldisins. Bókin sem var í meiri metum en nokkur önnur innan Baugs. Allir starfsmenn fengu hana gefins og hélt höfundurinn fyrirlestur á Baugsdeginum í Mónakó árið 2007. Bókin heitir „Blink“ og er eftir Malcolm Gladwell.

Meginkenningin í bókinni er sú að þegar fólk er orðið vel þjálfað og með yfirburðaþekkingu á sínu sviði þá séu bestu ákvarðanir þær sem fólki dettur fyrst í hug (within a blink of an eye). Hann tekur sem dæmi skurðlækni á bráðamóttöku sem fær deyjandi sjúkling inn á borð til sín. Hann hefur engan tíma til að spá í hlutina heldur þarf að taka ákvörðun á nokkrum sekúndum. Og það séu yfirleitt bestu ákvarðanirnar sem þú gerir. Semsagt, þú átt að treysta þínu „gut instinct.“

Samkvæmt Gladwell er hægt að heimfæra þessi „sannindi“ á öll önnur svið lífsins – ekki síst heim viðskiptanna. Og þar sem Jón Ásgeir taldi sig hafa náðargáfu þegar kæmi að viðskiptum þá hljómaði þetta vel í eyrum. Inntak bókarinnar féll vel að möntrunni um að Íslendingar væru kvikari en aðrir. Fljótir að hugsa, fljótir að bregðast við og grípa tækifærin. Miklu fljótari en hinir svifaseinu Danir og Bretar.

Maður sér fyrir sér fundi þar sem fjárfestingabankadrengir báru dílana á borð fyrir Jón Ásgeir sem síðan „blink-aði“ þá. Nyhedsavisen? – blink – „Því ekki það.“ FL Group? – blink – „Auðvitað.“ Wyndham Press Group? – blink – „Prentsmiðja í Englandi hljómar gríðarlega vel.“ Ekki skrýtið að bankarnir hafi elskað kauða.

Segi ekki að þetta fái mann til að skilja hvernig Jón Ásgeir gat safnað skuldum langt yfir þúsund milljarða – en þetta gæti útskýrt það að hluta. Og þetta ætti að gera „Blink“ eftir Malcolm Gladwell að einni dýrustu bók sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerði svelgdist á kaffinu þegar hún heyrði viðtal við Bjarna um helgina

Þorgerði svelgdist á kaffinu þegar hún heyrði viðtal við Bjarna um helgina