fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Stjórnarkreppa?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. ágúst 2009 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talað um að ríkisstjórnin kunni að springa vegna Icesavemálsins.

Ríkisstjórninni er að sumu leyti vorkunn, þjóðarbúið var hrunið þegar hún kom að því, flestir leikir hennar eru í raun þvingaðir vegna afleitrar stöðu Íslands.

Það var ljóst að hvaða ríkisstjórn sem er hefði orðið óvinsæl í þessari stöðu. Annað er ekki í boði.

En margt  hefur henni mistekist. Henni hefur til dæmis ekki tekist að sýna að hún beri hag heimilanna í landinu almennilega fyrir brjósti. Og ennþá upplifum við dæmalausa linkind gagnvart fjárglæframönnunum sem settu þjóðina á hausin.

En óeining vegna Icesave gæti orðið banabitinn.

Það kannski eftir öðru í sögu vinstri hreyfingarinnar á Íslandi. Stjórnin sem situr núna er – að minnsta kosti á yfirborðinu – hreinræktaðasta vinstri stjórn í sögu þjóðarinnar. Í fyrri vinstri stjórnum hefur Framsókn alltaf verið með.

Hvað ætli verði langt í næstu vinstri stjórn ef þessi springur?

Og hvað ætli taki við?

Það verður ekki unað við að landið búi lengi við stjórnarkreppu. Alþingi getur ekki boðið þjóðinni upp á það.

Er hugsanlegt að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Borgarahreyfing og einhverjir þingmenn úr VG undir forystu Ögmundar myndi stjórn til þess að semja upp á nýtt um Icesave?

Eða fengjum við kannski á endanum stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en nú með Samfylkinguna í forsæti?

Kosningar eru auðvitað möguleiki líka.

Þá hlyti að vera kominn tími á nýjar stjórnmálahreyfingar – enda ljóst að gamla sýstemið er um það bil gjaldþrota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar