fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Mál blaðamanna til saksóknara

Egill Helgason
Föstudaginn 14. ágúst 2009 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ekkert annað frétt af þessu, en samkvæmt frétt Stöðvar 2 hefur mál fimm blaðamanna sem eru sakaðir um að hafa rofið bankaleynd verið sent áfram til saksóknara.

Ég var í þessum hópi, ásamt meðal annars Agnesi Bragadóttur og Kristni Hrafnssyni.

Agnes segir í viðtali við Vísi.is að þetta sé áfellisdómur yfir íslenska kerfinu, sönnun þess að það virki ekki:

„Ég hefði haldið að rannsóknaraðilar að bankahruni hefðu öðrum og þýðingarmeiri hlutum að sinna heldur en að reyna að koma í veg fyrir það að upplýsingum sem varða allan almenning kæmust á framfæri almennings.“

Ég var að vona að þetta yrði úr sögunni með nýjum forstjóra og nýrri stjórn FME, en svo virðist ekki vera.

Til upprifjunar má nefna að Agnesi og Kristni var gefið að sök að hafa birt upplýsingar um lánastarfsemi Kaupþings.

Mér var aftur á móti borið á brýn að hafa birt bréfaskipti úr stjórn Glitnis frá því á dögum hrunsins, en þar kom fram að Geir Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra lögðu hart að stjórninni að lagfæra stöðu peningamarkaðssjóða.

Þá grein má lesa hér.

En eins og ég segi, þá veit ég ekki hvort ég er enn í þessum hópi – en ég væri stoltur af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón