fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Eyjan

Hvenær kemur að skjaldborginni?

Egill Helgason
Mánudaginn 17. ágúst 2009 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar Icesave deilan er frá hlýtur að koma að heimilunum í landinu, hvernig verður ráðin bót á skuldavanda þeirra.

Pétur Blöndal, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar pistil um þetta í blaðinu í dag:

Nú bregður svo við í þessu ferðalagi þjóðarinnar að margar fjölskyldur eru í óvissu um heimili sitt. Mér liggur við að segja að heil kynslóð hafi tapað húsnæðinu. Oft eru þetta barnafjölskyldur sem keyptu þak yfir höfuðið þegar íbúðaverð stóð sem hæst. Kaupin eru jafnvel fjármögnuð með erlendum lánum því þau báru lægri vexti og það var í samræmi við ráðgjöf bankanna. Lánin hafa rúmlega tvöfaldast með falli krónunnar en fasteignirnar lækkað í verði.

Lítið hefur farið fyrir skjaldborg um heimilin sem heitið var fyrir kosningar. Hafa þó lánin verið afskrifuð að hluta við yfirfærslu í nýju bankana. Í viðtali sem ég tók við Frederic S. Mishkin, prófessor í hagfræði, fyrir sunnudagsblaðið rifjaði hann upp að lán hefðu verið færð niður í Bandaríkjunum í kreppunni miklu með því að afnema tenginguna við gull en hún hafði svipaðar afleiðingar og erlendu gjaldeyrislánin fyrir íslenska lántakendur. Hann sagði jafnframt að vart yrði komist hjá því að færa niður húsnæðislánin vestra til að koma hjólum efnahagslífsins aftur á hreyfingu. Þó er kreppan hverfandi þar í samanburði við Ísland.

Því hefur verið fleygt að með því að koma til móts við þennan hóp hér á landi væri verið að mismuna fólki. Þó blasir við að mokað hefur verið undir fjármagnseigendur, hvort sem þeir áttu peninga á bankabók eða í peningamarkaðssjóðum.

Glöggur stjórnmálaskýrandi sem sendir stundum línu hér á síðuna setur fram þessa kenningu:

„Menn á stjórnarheimilin eru orðnir hræddir við uppreisn og ófrið

Ekki ósennilegt að nú bresti á með handtökum og eignafrystingu….

Ekki vegna þess að þeir vilji það heldur vegna þess að þeir eru hræddir við ástandið og að þeirra mati fyrirséða uppreisn/ólæti í haust

Og svo það að, EKKERT veldur þeim verri né þyngri áhyggjum en að XD komist aftur að kötlunum. ·

Einnig er talað um stórfeldar niðurfellingar skulda og afskriftir hjá almenningi og fyrirtækjum….Þar eru nefnd rök eins og rök eins og „sanngjarnt að skipta skaðanum“, „bankarnir og stjórnvöld brugðust og geta ekki ætlast til að fjölskyldur og atvinnulíf beri ein skaðann“ ofl.

Það er verið að reyna að semja um stórfeldar niðurfellingar hjá sjávarútveginum.

Ma. þess vegna eru þeir svo þögulir vegna ESB

Og að lokum…….

Ef ekki væri allt þetta rugl á netinu þá gengi þeim mikið betur að sjatla þetta allt

Samfylkingarmaður sem ég talaði við hélt  því er virtist fram í fullri alvöru að umræðan á netinu væri einn aðalsökudólgurinn í því hve illa gengur að koma á úrbótum og lausnum

Allur tími ráðamanna færi í það að verjast þessu leiðindafyrirbæri sem netið er….“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir