fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Misstu fjölmiðlar af stórum fréttum í fyrirlestri Ollis Rehn

Egill Helgason
Föstudaginn 11. september 2009 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór ekki á fyrirlestur með Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, nú í vikunni.

Lét mér nægja að fylgjast með fréttum af honum.

En ef marka má bloggsíðu G. Valdimars Valdemarssonar hefur fréttaflutningurinn af fyrirlesturinn verið allsendis ófullnægjandi.

Hann nefnir þrjá stóra fréttapunkta sem hann segir að hafi komið fram í fyrirlestrinum en ekki fengið umfjöllun í fjölmiðlunum. Þeir eru, samkvæmt G. Valdimari:

1.  Fyrir liggur nánast kláraður efnahagspakki af hálfu ESB til stuðnings Íslandi.  Þessi pakki er niðurstaða viðræðna íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjóra fjármála og gjaldeyrismála hjá ESB.  Niðurstaða þessara viðræðna er umtalsverðar „makro ökonómiskar tilfærslur“ frá ESB til Íslands, sem hellst má bera saman við efnahagslegan stuðning ESB við Serbíu.

2.  ESB hefur undir höndum skjöl sem sýna fram á að íslenskar eftirlitsstofnanir beinlínis hvöttu bankana til að fara á svig við reglugerð um innistæðutryggingar.  En það er sú reglugerð sem allt IceSave málið byggir á.   Fréttamenn hafa engan áhuga á þessu, hafa ekki hirt um að velta því fyrir sér hvaðan þessi skjöl eru komin eða hvernig þau bárust ESB.  Þetta eru allavega spurningar sem ég velti fyrir mér og hef mínar tilgátur um.

3.  ESB bíður eftir niðurstöðu íslenskra rannsóknaraðila á hruninu en þegar skýrslur liggja fyrir mun sambandið setja af stað eigin rannsókn m.a til að vega og meta íslensku skýrslurnar og það hvort viðbrögð íslenskra stjórnvalda séu sannfærandi og í takt við alvarleika málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að